*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 7. nóvember 2018 13:25

Hrunið kostað þriðjung landsframleiðslu

Seðlabankinn áætlar að framleiðslutapið í kjölfar kreppunnar hafi verið um þriðjungur af landsframleiðslu.

Ritstjórn
Seðlabanki Íslands
Haraldur Guðjónsson

Ritið Peningamál var gefið út í morgun og líkt og greint var frá ákvað peningastefnunefnd að hækka vexti úr 4,25% í 4,5%. 

„Fjármálakreppan sem skall á hér á landi haustið 2008 hafði mikil áhrif á þjóðarbúskapinn. Efnahagsumsvif drógust verulega saman, fjöldi starfa tapaðist og atvinnuleysi varð meira en það hafði mælst um langa hríð. Vorið 2010 náði þjóðarbúskapurinn loks viðspyrnu og efnahagsbati hófst. Framan af var hann hægfara og ójafn en sótti í sig veðrið þegar frá leið, ekki síst vegna mikils viðskiptakjarabata og ótrúlegs vaxtar í ferðaþjónustu," segir í ritinu. 

Jafnframt er reynt að leggja mat á það hvaða framleiðslutap hefur orðið í kjölfar kreppunnar, nú þegar tíu ár eru liðin síðan hún skall á, en Seðlabankinn áætlar að það hafi verið um þriðjungur af landsframleiðslu. 

Samdrátturinn verið endurheimtur og gott betur

„Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands dróst landsframleiðslan saman um 6,8% árið 2009 og um 3,4% til viðbótar árið 2010 eða samtals um 10%.1 Samdráttur landsframleiðslu á mann var áþekkur eins og mynd 1 sýnir. Bæði var samdrátturinn djúpur og langan tíma tók að vinna hann til baka: það er ekki fyrr en árið 2015 að landsframleiðslan nær aftur því stigi sem hún var á fyrir fjármálakreppuna, þ.e. sex árum eftir að kreppan skall á. Mikill hagvöxtur undanfarin þrjú ár gerir það síðan að verkum að áætlað er að landsframleiðslan verði liðlega fimmtungi meiri í ár en þegar hún var mest fyrir fjármálakreppuna." 

Einnig segir að þessi mikli hagvöxtur endurspegli að hluta til mikla mannfjöldaaukningu og því hefur vöxtur landsframleiðslu á mann verið hægari. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim