Þrír létust og meira en 40 manns særðust í bílsprengju í tyrknesku borginni Van í austurhluta landsins. Embættismenn kenna PKK um. PKK er skammstöfunin fyrir Kúrdíska verkamannaflokkinn sem berst fyrir sjálfstæði kúrdíska minnihlutahópsins.

Beindist að lögreglu en drap enga

Sprengjuárásin beindist að aðalbækistöð lögreglu í Ipekyolu hverfinu í borginni, varaborgarstjóri borgarinnar Mehmet Parlak sagði að allir þrír sem létust voru saklausir borgarar, meðan tveir hinna 40 særðu hefðu verið lögreglumenn.

Lögreglan hafði þegar handtekið mann grunaðan um ódæðið. Síðan tveggja og hálfs árs vopnahléi stjórnvalda og PKK lauk 2015 hafa öryggissveitir Tyrklands orðið fyrir nær daglegum árásum, sem valdið hafa dauða hundruð lögreglumanna.

Blönduð ferðamannaborg

Borgin Van hins vegar, sem er hvort tveggja byggð Tyrkjum og Kúrdum og er vinsæl meðal ferðamanna, hefur að mestu sloppið hingað til, öfugt við nágrannaborgina Diyarbakir.

Síðan PKK byrjaði vopnaða baráttu sína fyrir réttindum, sjálfræði og sjálfstæði héraða Kúrda hafa fleiri en 40 þúsund manns látið lífið í átökunum.