*

föstudagur, 26. apríl 2019
Fólk 29. janúar 2017 18:02

Hugarfar úr skapandi greinum

Jóhanna Vigdís Arnardóttir er nýr verkefnastjóri hjá SI en hún leikur hlutverk Donnu í Mamma Mia söngleiknum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Nýr verkefnisstjóri í menntamálum hjá Samtökum iðnaðarins er hin landskunna söng- og leikkona Jóhanna Vigdís Arnardóttir, sem nú fer einmitt með hlutverk Donnu í söngleiknum Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu.

Ég ætlaði reyndar ekkert að hugsa mér til hreyfings fyrr en eftir að sýningum á Mamma Mia væri lokið, en þegar ég sá þetta starf auglýst fannst mér það bara of áhugavert til að sækja ekki um,“ segir Jóhanna Vigdís um nýja starfið hjá SI.

„Ég byrjaði hér bara í 50% starfi en ég held áfram og klára sýningar á Mamma Mia í Borgarleikhúsinu og fer svo bara í ársleyfi þar til að byrja með.“ Jóhanna Vigdís segir að tími hafi verið kominn á að breyta til, en hún kláraði MBA nám í Há- skólanum í Reykjavík síðastliðið vor.

„Ég er búinn að vera í 17 ár í leikhúsinu, en hlutverkunum fjölgar nú ekki með aldrinum,“ segir Jóhanna Vigdís sem leikur aðalhlutverkið í söngleiknum Mamma Mia, sama hlutverk og Meryl Streep leikur í samnefndri kvikmynd.

„Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á menntamálum og ég held það veiti ekki af að beita hugarfarinu úr hinum skapandi greinum inn í þetta svið, en ég hef til að byrja með aðallega verið að setja mig inn í verkefnið GERT sem gengur út á að efla áhuga nemenda á raunvísindum, tækni og verkmenntun með samstarfi skóla og fyrirtækja.

Þetta byrjaði bara í fjórum skólum en nú eru þeir orðnir 31 og fyrirtækjunum er alltaf að fjölga sem taka á móti börnum og kynna þeim starfsemi sína. Starfsmenn segja börnunum frá sínu starfi og hvað þarf að læra til að sinna þeirra störfum og svona.

Við þurfum að ná þeim áður en þau velja hvað þau gera eftir grunnskólann, því það kemur til með að vanta mikið af raun- og tæknimenntuðu fólki í framtíðinni, og við viljum efla áhugann á því til þess að uppfylla þörfina.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim