Huld Magnúsdóttir verðurtímabundið forstjóri Tryggingastofnunar frá og með 15. október n.k. í níu mánuði í fjarveru Sigríðar Lillýar Baldursdóttur sem hefur hlotið námsleyfi til sama tíma.

Huld er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst, BA-próf í alþjóðasamskiptum frá University of Sussex í Englandi og hefur lokið diplómanámi á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Huld hefur gegnt embætti forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga frá árinu 2009 en fyrir það starfaði hún hjá Össuri hf. til langs tíma.