Hulda Stefánsdóttir viðskiptafræðingur hefur verið ráðin rekstrarstjóri ferðaskrifstofunnar Kilroy á Íslandi, sem nýverið var opnuð á Skólavörðustíg 3a í Reykjavík.

Fram kemur í tilkynningu um ráðningu Huldu að hún hefur sextán ára reynslu af alþjóðlegu starfi og hefur í sínum fyrri störfum aðstoðað mikinn fjölda fólks við að halda út í heim. Hulda stofnaði Námsferðir í upphafi árs 2009 en Námsferðir eru nú hluti af Kilroy. Þar áður starfaði hún sem markaðsstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Á árunum 2002-2005 var hún sölu- og markaðsstjóri Stúdentaferða og 1997-2002 starfaði Hulda sem verkefnastjóri hjá Vistaskiptum & Námi.

Hulda lauk viðskiptafræðinámi frá Háskólanum í Reykjavík 2003.