*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 6. júlí 2016 17:30

Húsleit gerð hjá Ryanair

Þýskir saksóknarar hafa gert húsleit hjá flugfélaginu Ryanair vegna gruns um skattsvikamál sem tengt er flugmönnum félagsins.

Ritstjórn

Saksóknarar í Þýskalandi hafa gert húsleit á skrifstofum flugfélagsins Ryanair. Ástæðan er að grunur liggur á um að félagið hafi svikið undan skatti og skotist undan annars konar greiðslum, en málið er tengt flugmönnum félagsins.

Að minnsta kosti 35 manns hafa starfað að yfirheyrslum á starfsfólki Ryanair vegna rannsóknarinnar, en meðal annars hefur rannsóknin staðið yfir í Berlín og Köln, þar sem fyrirtækið hefur bækistöðvar sínar.

Tölvur, iPad-spjaldtölvur og önnur skjöl voru tekin, auk þess sem heimili tveggja flugmanna voru rannsökuð ítarlega. Málið tengist öðru fyrirtæki sem hefur þjónað sem atvinnumiðlun fyrir Ryanair en það er grunað um að hafa neitað starfsfólki um laun og aðrar greiðslur.

Stikkorð: Ryanair Írland Flugfélag Afkoma
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim