Svissnesk yfirvöld hafa hafið rannsókn á Sepp Blatter, forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA. Í frétt Bloomberg segir að gerð hafi verið húsleit á skrifstofu Blatter í höfuðstöðvum FIFA og að þaðan hafi lögregluyfirvöld sótt gögn og upplýsingar. Er Blatter sakaður um óstjórn í rekstri FIFA og um umboðssvik, að því er saksóknari sagði í yfirlýsingu fyrr í dag. Greint var frá rannsókninni um klukkutíma eftir Blatter hætti við blaðamannafund sem halda átti í dag.

Er Blatter m.a. gefið að sök að hafa árið 2005 gert samninga við embættismenn knattspyrnusambanda í Karíbahafinu, sem hafi verið FIFA óhagstæðir. Þá hafi hann greitt Michel Platini, yfirmanni evrópska knattspyrnusambandsins, um tvær milljónir svissneskra franka. Almennt hefur verið gert ráð fyrir því að Platini taki við af Blatter þegar hann hættir störfum á næsta ári.