Þjóðskrá tekur saman upplýsingar um þinglýsta kaupsamninga og afsöl annars vegar og hins vegar hve margir kaupsamningar eru skráðir í kaupskrá í hverjum mánuði.

Tölurnar eru teknar saman annars vegar fyrir höfuðborgarsvæðið og hins vegar fyrir landsbyggðina, en hér eru teknar saman tölur fyrir atvinnuhúsnæði.

Húsnæði fyrir 3,4 milljarða seldir á höfuðborgarsvæðinu

Í september var þinglýstum 71 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar af voru 25 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Var heildarfasteignamat seldra eigna 3.435 milljónir króna.

Í kaupskrá voru 32 kaupsamningar skráðir á þessum sama tíma á höfuðborgarsvæðinu, þar af voru 8 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Heildarupphæð þeirra var 2.149 milljónir króna en fasteignamat eignanna sem samningarnir fjölluðu um var 1.373 milljónir króna.

Húsnæði fyrir 1,2 milljarða seldir á landsbyggðinni

Utan höfuðborgarsvæðisins voru 49 kaupsamningar og afsöl um atvinnuhúsnæði þinglýst, og var heildarfasteignamat seldra eigna 1.182 milljónir króna.

Í kaupskrá voru í septembermánuði skráðir 22 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins en heildarupphæð þeirra var 557 milljónir króna, en fasteignamat þeirra 391 milljón króna.