Á Akureyri, sem er stærsta sveitarfélagið utan höfuðborgarsvæðisins var mesta hlutfallslega hækkunin á meðalverði í sérbýli milli áranna 2004-2015. Árið 2004 nam meðalverð á sérbýli rúmu 15 milljónum, en árið 2015 var meðalverðið 34,3 milljónir.

Þetta er því hækkunin um 129% á meðalverði á sérbýli á Akureyri. Hægt er að nálgast gögn um verð á fasteignum á landsbyggðinni á vef Þjóðskrár.

Meðalverð á sérbýli - utan höfuðborgarsvæðisins.
Meðalverð á sérbýli - utan höfuðborgarsvæðisins.

Verð á sérbýlum hækkuðu einnig á öðrum stærri kaupstöðum - en af þessum sex bæjarfélögum þá er búðarverðið lægst á Ísafirði, að meðaltali. Þar var meðalverðið á sérbýli 10,4 milljónir árið 2004, en árið 2015, nam það 21,6 milljónum. Því er hlutfallsleg hækkun á verði þar 107,7%.

Í Reykjanesbæ (Keflavík í gögnum Hagstofunnar), sem er næst stærsta bæjarfélag landsins — fyrir utan höfuðborgarsvæðið, var meðalverð á sérbýli árið 2004 16,1 milljón. Árið 2015 var verðið komið upp í 29,2 milljónir. Það þýðir að hlutfallsleg hækkun á meðalverði nam 81,4%.

Til samanburðar er áhugavert að skoða meðalkaupverð á sérbýlum í Miðbæ Reykjavíkur, en það hækkaði úr 19,8 milljónum upp í 71,5 milljón. Það er því 261% hækkun á tímabilinu 2004 og 2015.

Hafa ber í huga að gögn Þjóðskrár eru á nafnvirði og því er hækkunin nafnvirðishækkun.