*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 30. júlí 2017 11:43

Húsnæðisverð dempar sveiflur í verðbólgu

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir það hafa kosti og galla að vera með húsnæði í mælingum á vísitölu neysluverðs.

Snorri Páll Gunnarsson
Haraldur Guðjónsson

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir húsnæðisliðinn í mælingum Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs draga úr sveiflum í verðbólgu og skapa aðhald fyrir peningastefnuna, ásamt því að hafa forspárgildi um þróun verðbólgu til lengri tíma litið. Það sé þó álitamál hvort að húsnæði eigi heima í mælingum á vísitölunni og að báðar mælingar á verðlagi - með og án húsnæðis - hafi sína kosti og galla.

Verðhjöðnun hefur verið á Íslandi undanfarið ár ef horft er framhjá hækkun húsnæðisverðs og hefur hún ekki verið jafn mikil í rúmlega hálfa öld. Styrking krónunnar og aukin samkeppni hafa áhrif til lækkunar í verði á vöru og þjónustu, en framboðsskorturinn á húsnæðismarkaði heldur lífi í verðbólgunni.

Oft vakna umræður um það hvort vísitala neysluverðs með eða án húsnæðis gefi réttari mælingu á verðbólgu hér á landi. Bent hefur verið á að margir seðlabankar, til dæmis Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki, miða verðbólgumarkmið sín við verðvísitölu sem inniheldur ekki húsnæðiskostnað þeirra sem búa í eigin húsnæði.

„Það hvort húsnæði eigi heima í vísitölu neysluverðs er álitamál,“ segir Arnór. „Það hefur sína kosti og galla að vera með húsnæði í vísitölunni. Einn kostur er sá að húsnæðisliðurinn hefur talsvert forspárgildi um þróun verðbólgu til lengri tíma litið. Verðlag húsnæðis hækkar fyrr en almennt verðlag, einkum þegar gengið er að styrkjast, vegna þess að framboð á húsnæði er óteygið. Annar kostur er sá að vísitala neysluverðs sveiflast jafnan minna en samsvarandi vísitala án húsnæðis, þar sem gengisbreytingar hafa meiri áhrif á vísitöluna án húsnæðis. Svo skapar húsnæðisliðurinn mögulega aðhald fyrir peningastefnuna, þar sem lækkun vaxta gæti ýtt undir þenslu á húsnæðismarkaði. En þetta er eflaust eitt af þeim málum sem nefnd um endurskoðun peningastefnunnar tekur til athugunar.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim