Húsnæðisverð á Íslandi er að hækka hvað mest á heimsvísu, samkvæmt úttekt CNN Money . Húsnæðisverð á Íslandi hefur hækkað um 9,4%.

Húsnæðisverð hefur frekar hækkað en lækkað á síðasta ári en oftast hefur það hækkað minna en á Íslandi. Í Bandaríkjunum hefur það til að mynda hækkað um 4,1%, í Kanada um 4,7% og í Bretlandi um 5,9%. Húsnæðisverð á Íslandi hefur einnig hækkað mest meðal Norðurlanda til samanburðar hefur verð í Noregi hækkað um 7,2%, um 8,8% í Svíþjóð og um 3,5% í Danmörku.

Húsnæðisverð í sumum löndum hefur hækkað meira en á Íslandi, má þar nefna Írland þar sem það hefur hækkað um 16,8%, Tyrkland þar sem það hefur hækkað um 18,6%, Eistland þar sem það hefur hækkað um 11% og Nýja Sjáland þar sem það hefur hækkað um 9,5%.

Húsnæðisverð hefur lækkað hvað mest í Úkraínu, eða mum 15,5% sem skýrist líklega af átökunum sem hafa átt sér stað þar undnafarin ár. Í Kína hefur húsnæðisverð lækkað um 6,4% og í Japan um 0,7% Í suður Evrópu, utan Portúgal hefur húsnæðisverð lækkað og einnig í Póllandi og Finnlandi