Húsnæðisverð í sumum stórborgum Kína hefur hækkað um allt að 63% á árinu. Borgirnar sem um ræðir eru til dæmis Shanghai og Shenzen - 63% í Shenzen og 30% í Shanghai. Frá þessu segir á vef Financial Times.

Hækkandi húsnæðisverð samhliða stöðnun í launakjörum hefur leitt til þess að ótal Kínverjar hafa sökkt sér í talsverða skuldsetningu til þess að eiga fyrir húsnæði - en húsnæðislánum hefur fjölgað um 60% milli ára á fyrsta ársfjórðungi.

Kínverska ríkisstjórnin hefur brugðist við þessu með aukinni löggjöf um lánamál almennings og húsnæðisfjármögnun, en hún hefur ekki heft mikil áhrif í þessum stærri borgum.