*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Innlent 4. janúar 2015 19:35

Hvað fannst þeim? - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Það að Framsóknarflokkurinn hafi náð að standa við kosningaloforð, sem færði flokknum metfylgi, er frétt ársins að mati Áslaugar Örnu.

Ritstjórn
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Jóhannes Stefánsson

Í áramótatímariti Viðskiptablaðsins fara nokkrir Íslendingar yfir árið sem leið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir laganemi 

1. Viðburður ársins? Persónulega var það þegar Nína Kristín systir mín útskrifaðist úr menntaskóla, dásamlegur dagur og það var haldin stór veisla.

2. Hneyksli ársins? Ætli það sé ekki lekamálið í heild sinni.

3. Frétt ársins? Það að Framsóknarflokkurinn hafi náð að standa við loforðið sem gaf þeim mesta fylgi í sögu Framsóknarflokksins.

4. Klisja ársins? „Er þetta frétt“ klisjan heyrðist óvenjuhátt. Spurning að leyfa fjölmiðlum að meta það og fólk lesi bara það sem því finnst fréttnæmt.

5. Hetja ársins? Björgunarsveitirnar standa sig vel ár eftir ár og þetta ár fékk ég að starfa með þeim og sjá það mun betur.

6. Óvænt ánægja ársins? Fyrir mig var það að hljóta starf sem mig hafði dreymt að komast í. 

7. Stjórnmálamaður ársins? Bjarni Benediktsson hefur staðið sig mjög vel, þó ég sé auðvitað ekki ánægð með allar ákvarðanir sem hann hefur tekið.

8. Lag ársins? A Sky Full of Stars með Coldplay, fékk að hljóma oft og hátt í bílnum þetta árið.

9. Bömmer ársins? Að áfengisfrumvarpið hafi ekki notið stuðnings flokka sem gefa sig út fyrir það að vera svo einstaklega frjálslyndir og hlynntir viðskiptafrelsi.

10. Heilt yfir, hvernig var árið? Árið hjá mér var dásamlegt, ég náði að sinna mínu, starfa í gefandi vinnu og eyða miklum tíma með fjölskyldu og vinum. Það er það sem skiptir mestu máli.