Hvað kostar að láta drauminn rætast og skella sér í heimsreisu? Viðskiptablaðið fékk ferðaskrifstofuna Kilroy til að setja saman tvo mismunandi ferðapakka, fjögurra mánaða lúxusheimsreisu og fjögurra mánaða ódýra heimsreisu. Í báðum heimsreisunum er miðað við að lagt sé af stað í mars og komið aftur til Íslands í júlí. Við skoðuðum lúxuspakkann í gær, en hér er ódýri pakkinn.

Fólk sem er yngra en 26 ára eða námsmenn undir 33 ára aldri eiga kost á því að fara í tiltölulega ódýra heimsreisu. Kilroy-ferðaskrifstofan setti saman fjögurra mánaða reisu sem kostar tæpar 800 þúsund krónur. Innifalið í verðinu eru allar flugferðir og nánast öll gisting, oftast á hostelum eða gistiheimilum.

Þann 16. mars er flogið er frá Reykjavík til Dubaí með viðkomu í Kaupmannahöfn. Í Dubaí er gist á þriggja stjörnu hótelinu Dream Palace. Frá Dubaí er flogið til Singapúr, þar sem dvalið er í nokkra daga. Frá Singapúr er síðan haldið til Balí þar sem farið er á viku brimbretta-námskeið, þar sem gisting er innifalin. Þaðan er farið til smáeyjunnar Gili Trawagan, sem er rétt fyrir austan Balí. Þar er farið á fimm daga dýfingarnámskeið, þar sem gisting er innifalin.

Nánar er fjallað um málið í áramótatímariti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .