Nýr vefur, Þingmenn.is , hefur tekið saman upplýsingar og tölfræði um þingmenn og þingflokka fyrir kjörtímabilið 2013-2016.

Er markmið vefsins að sækja gögn sem finna má á vef Alþingis, vinna úr þeim og setja fram á skemmtilegan, fræðandi og eins og segir í lýsingu, helst af öllu hlutlausan máta.

Hægt er að skoða atkvæðaskrá þingmanna, og ræður, sjá hvað eru algengustu nafnorðin í ræðum hvers þingmanns, og skoða viðveru og fjarvistir þeirra.

Verkefnið er eftir Bæring Gunnar Steinþórsson og samstarfsmenn hans hjá Aranja, Davíð Bachmann Jóhannesson, Sebastian Helms og Ægir Giraldo Þorsteinsson.