Í dag, 11. júlí eru tíu ár liðin frá því Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, klippti á borða við opnun Hvalfjarðaganga.

Á þessum tímamótum mun Spölur, rekstarfélag Hvalfjarðarganga, afhenda Kristjáni L. Möller samgönguráðherra skýrslu um kostnað og hönnun nýrra ganga undir Hvalfjörð.

Á þeim tíu árum sem liðin eru frá opnun ganganna hafa um 14 milljónir ökutækja farið um göngin og er meðalumferðin um 5.500 bílar á sólarhring.

Upphaflega voru göngin hönnuð fyrir 5.000 bíla á sólarhring og því búið sé að sprengja umferðarkvóta ganganna. Talið er að þegar umferðin verður komin í að meðaltali um 6.000 bíla á dag, þá fari að skapast veruleg vandræði í göngunum.

Framkvæmdir við ný göng þannig að tvær akreinar verði í báðar áttir eru því orðnar aðkallandi.