*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 29. nóvember 2018 23:55

Hver er bjargvættur Wow?

Indigo Partners er stýrt af hinum 81 árs gamla Bill Franke sem gerði í fyrra stærstu flugvélapöntun sögunnar.

Ingvar Haraldsson
Bill Franke hefur komið víða við í fluggeiranum.
Aðsend mynd

Í kvöld var greint frá því að fjárfestingafélagið Indigo Partners hefði náð bráðabirgðasamkomulagi um að fjárfesta í Wow air. Fjárfestingin er háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Indigo Partners eiga meðal annars hlut í flugfélögunum Frontier Airlines í Denver, Volaris Airlines í Mexíkóborg, jetSMART í Chile. Indigo átti áður bandaríska flugfélagið Spirit.

Félagið var stofnað árið 2003 af hinum 81 árs Bill Franke, sem jafnframt er stjórnarformaður Wizz air. Franke er lýst sem einum af frumkvöðlum lággjalda rekstrarmódelsins í fluggeiranum í Bandaríkjunum. Hann fæddist árið 1937 í bænum Bryan í Texas og útskrifaðist með gráðu í sagnfræði árið 1959 og lögfræði árið 1961 frá Stanford háskóla. Í upphafi ferlisins var hann forstjóri timburfyrirtækisins Southwest Forest Industries, sem var á lista Fortune yfir 500 stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna.

Segist ekkert hafa vitað um flugfélög

Franke var forstjóri og stjórnarformaður America West Airlines á árunum 1993 til 2001. Franke segir sjálfur að hann hafi ekkert vitað um flugfélög þegar ríkisstjóri Arizona bað hann um að taka við rekstri America West Airlines sem þá var í greiðslustöðvun og gjaldþrot blasti við. Franke tókst þó að snúa rekstrinum til betri vegar.

Þá tókst Indigo og Franke einnig að breyta flugfélaginu Spirit frá fremur smáu flugfélagi í miðvesturríkjum Bandaríkjanna í eitt stærsta flugfélag Bandaríkjanna, með gjörbreyttu viðskiptamódeli. Það byggði á lágu miðaverði en rukka aukalega fyrir alla viðbótar þjónustu á borð við töskur, mat eða drykki um borð. Önnur flugfélög sem Franke hefur komið að hafa byggt á sama viðskiptamódeli sem segja má að sé það viðskiptamódel sem Wow air hefur verið byggt upp á. 

Stærsta flugvélapöntun sögunnar

Indigo Partners gerði á síðasta ári stærstu flugvélapöntun sögunnar þegar það pantaði 430 Airbus flugvélar sem kosta áttu 49,5 milljarða dollara, um 6.200 milljarða íslenskra króna. Afhending vélanna á að hefjast árið 2021. Um er að ræða 273 A320neo flugvélar og 157 A321 neo flugvélar og verða nýtt af flugfélögum í eigu Indigo.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim