Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, segir í viðtali við Morgunblaðið að það væri æskilegt ef að bein fjárfesting almennings á íslenskum hlutabréfamarkaði myndi aukast.

Hann vísar til þess að að fyrir um 15 árum þá hafi hlutdeild almennings á hlutabréfamarkaði verið 15% af markaðinum, en í dag sé hlutdeildin einungis um 5 til 6%.

Einnig vonast forstjóri Kauphallarinnar að smærri fyrirtæki sjái hag sinn í því að skrá sig á markað. Hann bendir jafnframt á það að með losun hafta feli í sér ónýtt tækifæri til þess að fá aukna erlenda fjárfestingu í íslenskum hlutabréfum.