Hart var tekist á í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins í gær þegar leiðtogar stjórnmálaflokkanna tólf sem bjóða fram í Alþingiskosningunum mættust í síðasta umræðuþætti kosningabaráttunnar.

Sérstaka athygli vakti þegar Birgitta Jónsdóttir, Kapteinn Pírata í Reykjavík Norður heyrðist hvísla orðin „hann er skrýtinn“ á sama tíma og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og frambjóðandi Framsóknarflokksins, hafði orðið. Gera má ráð fyrir að Birgitta hafi beint orðum sínum að Oddnýju Harðadóttur, formanni Samfylkingarinnar, sem var henni á vinstri hlið í þættinum.

Nútíminn birti myndband af atvikinu á heimasíðu sinni fyrr í dag.