*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 10. september 2017 10:44

Hyggjast banna bensín og dísel í Kína

Stjórnvöld í Kína hyggjast banna framleiðslu og sölu bensín- og díselbíla í landinu.

Ritstjórn

Kína, sem er stærsti bílamarkaður heims, grípur til þessa ráðs til að berjast við vaxandi loftmengun í borgum landsins. Haft er eftir aðstoðariðnaðarráðherra Kína á fréttvef breska ríkisútvarpsins að landið hafi hafist handa við „mikilvægar rannsóknir,“ en ekki væri búið að ákveða hvenær bannið tæki gildi. Ráðherrann sagði að breytingarnarnar myndu gjörbreyta bílaiðnaði landsins.

28 milljón bílar voru framleiddi í Kína á síðasta ári, einn þriðji af allri bílaframleiðslu heims. Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um að bæði Bretar og Frakkar hafa lýst því yfir að bannað verði að framleiða og selja bensín- og díselbíla í þeim löndum árið 2040. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur lýst þeirri skoðun sinni að þetta verði gert fyrr á Íslandi, jafnvel árið 2030.