*

sunnudagur, 24. september 2017
Erlent 11. júlí 2012 18:59

Hyggur á geimferð um þarnæstu jól

Virgin Galactic mun fara sínu fyrstu geimferð í desember 2013. Richard Branson ætlar í fyrstu ferðina.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Richard Branson, forstjóri Virgin, hefur tilkynnt að hann muni fara fyrstur til geimsins í desember 2013 með geimflugfélaginu, Virgin Galactic. Elstu börnin hans, Holly og Sam, munu fara með föður sínum til geimsins í geimskipinu SpaceShipTwo. Ferðin mun taka um 2 klukkustundir.

Um 529 manns hafa nú þegar pantað sér ferð með geimflugfélaginu, þar á meðal sjónvarpsstjarnan Ashton Kutcher. Hvert sæti kostar 200 þúsund dollara eða tæplega 26 milljónir króna og varir ferðin einnig 2 klukkustundir.

Þrátt fyrir að í upphafi hafi Branson lagt áherslu á að geimferðirnar yrðu einnig fyrir hinn venjulega meðaljón telur hann að verðið á ferðunum muni lækka á næstu áratugunum.