Myndin er athyglisverð í samhengi við sjávarútvegsumræðu dagsins í dag, þar sem allt snýst um að hámarka verðmæti hvers einasta fisks sem berst að landi. Eins í ljósi þeirra tæknibreytinga sem þegar hafa breytt fiskvinnslu svo mikið að talað er um byltingu. Á þessum tíma, en myndin er tekin á Stöðvarfirði árunum í kringum 1960, var þetta tekið á bakinu eins og annars staðar á landinu. Athygli vekur að ekkert þótti athugavert við það að landa beint á steypuna á þessum tíma.

Mynd/Einkasafn Björns Pálssonar