Rjúpnaveiðitímabilinu lauk um síðustu helgi en veiðar voru í ár heimilar í tólf daga, fjórar þriggja daga helgar sem féllu á síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember. Í fyrra var nokkur ágreiningur um hvort veiðidagar skyldu vera tólf eða átján.

Umhverfisstofnun, að höfðu samráði við SKOTVÍS og Fuglavernd, mælti með átján veiðidögum en Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi umhverfisráð­ herra, ákvað að dagarnir skyldu vera tólf. Þetta fyrirkomulag, að leyfa tiltekna sóknardaga, hefur verið gagnrýnt. Fyrir það fyrsta gerir það mörgum vaktavinnandi veiðimönnum erfitt um vik að eltast við rjúpuna. Þar að auki ýtir það að einhverju leyti undir vissa áhættuhegðun þar sem líklegra er að veiðimenn hætti sér út í meiri veðuróvissu en ella ef dagarnir væru fleiri. Allir verða þó að sjálfsögðu að bera ábyrgð á sjálfum sér. Margir þakka kerfinu ef til vill fyrir að rjúpnastofninn er í jafngóðu ástandi og raun er. Hins vegar bendir flest til þess að meðalveiðimaðurinn veiði ekki í nema þrjá til fjóra daga, óháð því hversu marga daga má veiða.

Áróður gegn magnveiðum og bann við sölu á rjúpu hefur enn fremur dregið úr því að veiðimenn skjóti meira en tíu fugla að jafnaði. Því má velta upp hvort tilefni sé til að endurskoða þessa sóknardagareglu. Björgunarsveitir landsins væru eflaust þakklátar. Á jaðarsvæði í paradís Sá sem þetta skrifar hafði aldrei farið á rjúpu fyrr en aðra helgina í nóvember þegar boð kom um að fara með tengdafjölskyldunni í Heydal fyrir botni Mjóafjarðar.

Staðurinn er eflaust einhverjum rjúpnaskyttum kunnugur en hluti fjölskyldunnar heldur úti ferða­ þjónustu á svæðinu. Fimm manna hópur dvaldi á hótelinu í Heydal og hafði veitt fimm fugla á laugardagskvöldinu þegar rætt var við einn þeirra. Vegna landfræðilegrar stöðu og erfiðrar vetrarveðráttu kemur kannski lítið á óvart að rjúpnaveiði er talsvert minni á Vestfjörðum en í flestum öðrum landshlutum. Erfið­ ið við að koma sér þangað getur þó borgað sig, sérstaklega ef mönnum er ekki bara umhugað um að skjóta heldur líka að njóta stórbrotinnar náttúru.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .