Úrvalsvísitalan (OMXI6) hækkaði um 3% í dag og stóð við lok markaða í 927 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Vísitalan hækkaði um 3% í gær en hefur hækkað í allan dag. Mestu munar þar um 19,75% hækkun Straums.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga í Kauphöllinni en sem fyrr segir leiddi Straumur hækkanir. Þá lækkaði Bakkavör mest allra félaga eða um 12,6%.

Velta með hlutabréf var um 235 milljónir króna en þar af voru rúmar 108 milljónir króna með bréf í Straum.

Þá var velta fyrir rúmar 95 milljónir króna með bréf í Össur og rúmar 25 milljónir króna með bréf í Marel.

Velta með skuldabréf nam í dag 11,6 milljörðum króna en mesta veltan var með bréf í flokki HFF0150434 eða um 3 milljarðar króna.