Landsbankinn hefur verið með höfuðstöðvar í miðborginni síðan hann var stofnaður árið 1886. Fyrst var bankinn til húsa í Bankastræti en strax árið 1896 flutti starfsemin í Austurstræti 11. Eldri hluti þess er steinhlaðið hús sem hannað var af danska arkitektinum Christian L. Thuren. Húsið brann árið 1915 en var endurbyggt árið 1923.  Þá var byggt við báða gafla hússins og ofan á það úr steinsteypu og var það hús teiknað af Guðjóni Samúelssyni arkitekt. Austurstræti 11 er nú friðað og tekur friðunin til ytra borðs og upprunalegra innréttinga og veggskreytinga. Þetta kemur fram á vef Minjastofnunar Íslands.

Eins og greint hefur verið frá verða engar breytingar á þessu. Landsbankinn hyggst áfram verða í miðborginni því í vikunni sendi bankinn frá sér tilkynningu um að stefnt væri að því að byggja 9 milljarða króna hús við Austurhöfn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .