Birna Einarsdóttir, þá nýráðin framkvæmdastjóri markaðssviðs Stöðvar 2, var í viðtali við Frjálsa verslun vorið 1990 þar sem farið var yfir feril hennar fram að þeim tíma.

Hún hafði áður verið framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna og var þá yngsti starfsmaður fyrirtækisins. Hún sagði í viðtalinu að það hafi hjálpað konum sem sóttu í stjórnunarstöður að ákveðin pressa væri á fyrirtæki að ráða konur í slíkar stöður.

„Það má eiginlega segja að það sé í tísku í dag að vera kona," sagði Birna.