*

laugardagur, 21. apríl 2018
Innlent 20. apríl 2017 09:51

ÍAV vill tvo milljarða frá United Silicon

Verktakafyrirtækið ÍAV segir United Silicon ekki hafa efnt samninga og hafa ekki greitt alla reikninga.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verktakafyrirtækið ÍAV krefst rúmlega tveggja milljarða króna auk dráttarvaxta frá United Silicon fyrir gerðardómi vegna ógreiddra reikninga og annarra meintra vanefnda kísilversins í Helguvík.

Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins, en haft er eftir heimildum að um 1,1 milljarður af þessari fjárhæð sé vegna vegna framkvæmda við verksmiðjuna nemi þar af 1,1 milljarði króna.

ÍAV var aðalverktaki kísilversins en starfsmenn fyrirtækisins lögðu niður störf í Helguvík í júlí í fyrra. Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, boðaði þá að meintar vanefndir United Silicon færu fyrir gerðardóm. Það ferli hófst mánuði síðar þegar verktakafyrirtækið skipaði sinn mann í gerðardóminn og í febrúar síðastliðnum höfðu deilendurnir báðir lagt fram greinargerðir sínar.

Stikkorð: ÍAV United Silicon