Tölvurisinn IBM hefur afhent örlfoguframleiðslueiningu sína fjárfestingasjóði í eigu stjórnvalda í Abu Dhabi. Ekki er hægt að tala um að IBM sé að selja deildina, því fyrirtækið borgar einn og hálfan milljarð dala með henni. Þá mun IBM þurfa að afskrifa um 4,7 milljarða dala á þriðja ársfjórðungi vegna dölunnar.

Í frétt BBC segir að IBM hafi viljað forðast kostnaðinn sem fælist í að uppfæra tæknibúnað deildarinnar og að fyrirtækið muni framvegis einbeita sér að gagnavörslu í skýinu og gagnagreiningu.

Fjárfestingarsjóðurinn, sem ber heitið GlobalFoundries, segist munu bjóða öllum starfsmönnum IBM sem vinna vinnuna, störf hjá fyrirtækinu. Sjóðurinn mun einnig eignast einkaleyfi tengd örflöguframleiðslunni.