326.340 manns bjuggu á Íslandi í lok 1. ársfjórðungs. Þar af bjuggu 163.660 karlar og 162.680 konur á landinu. Landsmönnum fjölgaði um 720 á ársfjórðungnum.  Á fjórðungum fæddust 1.060 börn, en 540 einstaklingar létust og var náttúrleg fjölgun á landinu rúmlega 500 einstaklingar.  Á sama tíma fluttust 190 einstaklingar til landsins umfram brottflutta.

Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 200 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 380 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Erlendir ríkisborgarar voru því 23.060 í lok ársfjórðungsins.

Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 240 manns á 1. ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 490 íslenskir ríkisborgarar af 700 alls. Af þeim 500 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 120 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (170), Noregi (130) og Svíþjóð (80), samtals 380 manns af 500. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 260 til landsins af alls 890 erlendum innflytjendum. Tékkland kom næst, en þaðan fluttust 50 erlendir ríkisborgarar til landsins.