Meirihluti íbúa í Árborg hefur samþykkt nýtt miðbæjarskipulag fyrir Selfoss. Kosningarnar fóru fram í gær kusu 3.640 af 6.631 sem voru á kjörskrá. Alls þurftu 29% íbúa á kjörskrá að kjósa til þess að kosningin yrði bindandi en á endanum varð kosningaþátttakan 55%.

Um 56% íbúa samþykktu nýtt miðbæjarskipulag. Ný miðbærinn verður við hringtorgið sunnan Ölfusárbrúar. Nýja skipulagið hefur verið nokkuð umdeilt en samkvæmt því verður ný hús byggð í gömlum stíl.

Verkefninu er skipti í tvo áfanga og í þeim fyrri verða þrettán ný hús byggð. Á meðal þeirra er hús sem verður eins og Sigtún, fyrsta kaupfélag Árnesinga og annað sem verður eins og ráðherrabústaðurinn á Þingvöllum. Kostnaðaráætlun fyrir fyrsta áfangann hljóða upp á einn og hálfan milljarð króna.

Í síðari áfanganum verða byggð 19 hús og á meðal þeirra er 85 herbergja hótel. Ef skipulagið verður samþykkt af íbúum er áætlað að ljúka framkvæmdum árið 2022.