Íbúðalánasjóður segir að vísbendingar séu um að farið sé að hægja á hækkunum íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Meðalsölutími hefur lengst og framboð íbúðarhúsnæðis á söluskrá hefur farið vaxandi.

Munurinn á fermetraverði á höfuðborgarsvæðinu og mörkum öðrum markaðssvæðum sé þó vaxandi og áframhaldandi aukning sé á nýjum íbúðalánum fjármálastofnana til heimila að því er fram kemur í mánaðarlegri skýrslu sjóðsins um húsnæðismarkaðinn.

Árleg aukning á veðlánum íbúða hefur ekki mælst hærri að raunvirði síðan í byrjun ársins 2010. Íbúðaskuldir höfðu lækkað að raunvirði um 3,5 í janúar 2016 á ári en í ágúst síðastliðnum höfðu þær hækkað um 4,4%.

Hlutfall óverðtryggðra lána er nú um 16% af heildarlánunum en verðtryggð lán eru um 84%, en á sama tíma árið 2015 var hlutfall óverðtryggðra lána um 14% á móti verðtryggðum.