*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 25. september 2018 08:10

Íbúðaverð lágt miðað við tekjur

Hátt leiguverð en hlutfallslega lágt húsnæðisverð kann að vera skýringin á háu hlutfalli ungs fólks í foreldrahúsum

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Miðsvæðis í Reykjavík leigist tveggja herbergja íbúð á um 190.000 kr. á mánuði að meðaltali. Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi aftur á móti er húsnæðisverð í Reykjavík lægra en í flestum höfuðborgum Norðurlandanna. Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá Íbúðalánasjóði um íbúðar- og leiguverð í höfuðborgum Norðurlandanna.

Í skýrslunni kemur fram að íbúðaverð í Reykjavík sé lágt í hlutfalli við tekjur miðað við höfuðborgir annarra landa. Hlutfallslega lágt húsnæðisverð á móti háu leiguverði gerir það að verkum að hagstæðara er fyrir fólk að kaupa. Á móti þessu kemur að hátt leiguverð gerir leigjendum erfiðara fyrir að safna sér upp í þá útborgun sem þarf fyrir íbúð. 

Hvergi jafn hátt hlutfall ungs fólks í foreldrahúsum

Hátt leiguverð en hlutfallslega lágt húsnæðisverð kann að vera skýringin á háu hlutfalli ungs fólks í foreldrahúsum, en hvergi á Norðurlöndunum er hlutfallið jafn hátt og hér á landi. Um 14% fólks á aldrinum 25-34 ára hér á landi býr í foreldrahúsum á meðan hlutfallið er innan við 6% víðast hvar annars staðar á Norðurlöndunum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim