Iceland Express ætlar að láta viðskiptavini sína greiða fyrir farangur í haust. Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri flugfélagsins, segir í samtali við netmiðilinn Túristi, að viðskiptavinir félagsins fái í kjölfarið það sem þeir greiða fyrir. Hann bendir á að flest flugfélög sem Iceland Express keppir við innheimti gjald sem þetta og því verði verðsamanburður auðveldur.

„Farþegi sem flýgur með engan farangur eða bara handfarangur á ekki að þurfa að borga fyrir farangur annarra farþega. Viðskiptavinir okkar eiga að fá það sem þeir borga fyrir, hvort sem það er sæti eða farangur. Við munum að sama skapi ganga ákveðnar eftir því að farið sé eftir þeim reglum sem gilda og heimila tíu kíló í handfarangur,“ segir Skarphéðinn.

Viðtal Túrista við Skarphéðinn Berg Steinarsson