Breska smásölukeðjan Iceland Foods hefur opnað sína fyrstu matvöruverslun í Noregi, en verslunin er staðsett í Asker, úthverfi Oslóar. Iceland hyggst opna fleiri verslanir í Noregi á komandi misserum, en opnuð verður Iceland verslun í Larvik eftir rúma viku. Fjallað er um málið á E24.no .

Iceland verslunin í Asker er 3.000 fermetrar að stærð og er staðsett miðsvæðis, nálægt keppinautum á borð við Rema 1000, Kiwi og Menu. Í versluninni eru 33 frystar, en stór hluti af vöruframboði Iceland er frosinn matur. Rekstrarleyfishafi Iceland verslana í Noregi er Ice Nordic.

Iceland rekur yfir 900 verslanir víða í Bretlandi. Jafnframt er Iceland með 40 verslanir í Evrópu, meðal annars á Íslandi, og flytur þar að auki út vörur sínar á alþjóðlega markaði.