*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 29. maí 2018 18:47

Iceland opnar í Noregi

Breska verslunarkeðjan hefur opnað verslun í úthverfi Oslóar og hyggst opna nokkrar verslanir til viðbótar í Noregi.

Ritstjórn
Iceland var lengi að hluta til í eigu Íslendinga og voru nokkrar Iceland verslanir opnaðar á Íslandi eftir hrun.

Breska smásölukeðjan Iceland Foods hefur opnað sína fyrstu matvöruverslun í Noregi, en verslunin er staðsett í Asker, úthverfi Oslóar. Iceland hyggst opna fleiri verslanir í Noregi á komandi misserum, en opnuð verður Iceland verslun í Larvik eftir rúma viku. Fjallað er um málið á E24.no.

Iceland verslunin í Asker er 3.000 fermetrar að stærð og er staðsett miðsvæðis, nálægt keppinautum á borð við Rema 1000, Kiwi og Menu. Í versluninni eru 33 frystar, en stór hluti af vöruframboði Iceland er frosinn matur. Rekstrarleyfishafi Iceland verslana í Noregi er Ice Nordic.

Iceland rekur yfir 900 verslanir víða í Bretlandi. Jafnframt er Iceland með 40 verslanir í Evrópu, meðal annars á Íslandi, og flytur þar að auki út vörur sínar á alþjóðlega markaði.

Stikkorð: Noregur Iceland smásala matvara
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim