*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 24. maí 2016 18:20

Iceland Seafood á markað

Hlutabréf Iceland Seafood verða tekin til viðskipta á First North markaði á morgun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq First North Iceland mun taka hlutabréf Iceland Seafood International hf. á morgun. Skrásetningin verður klukkan 9:30 á morgun í Kauphöllinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Helgi Anton Eiríksson mun hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin við opnunina en hann er forstjóri Iceland Seafood International hf. Fjöldi hluta eru 1.299.588.344 en það er Kvika banki sem sér um markaðsskráninguna.