Iceland Seafood var rekið með um 140 milljóna króna hagnaði eftir skatta í fyrra en EBITDA-hagnaður félagsins nam rúmum 250 milljónum króna á móti um 410 milljónum árið áður. Rekstrartekjur Iceland Seafood námu um 151 milljón evra í fyrra eða um 24 milljörðum íslenskra króna og jukust um 13,5% milli ára í evrum talið. Heildareignir félagsins námu tæplega fimm milljörðum króna og þar af var eigið fé liðlega 800 milljónir og eiginfjárhlutfall því um 16,6%. Af skuldum félagsins var rétt innan við 60% við móðurfélagið Iceland Seafood International ehf.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.