Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,04% og stendur í 1.754,30 stigum en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 2,4 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,04% og stendur því í 1.360,93 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu rúmlega 3,6 milljörðum króna.

Icelandair hækkaði mest eða um 2,81% í 580 milljón króna viðskiptum en bréf félagsins stóðu í 16,45 krónum við lokun markaða. Bréf Icelandair hafa hækkað mikið í vikunni en frá því á mánudaginn hafa þau hækkað samtals um 9,3%.

Næst mest hækkuðu bréf Haga eða um 1,26% í 196 milljón króna viðskiptum sem voru jafnframt mestu viðskipti dagsins. Bréf félagsins standa því í 40,20 krónum.

Mest lækkun varð hins vegar á bréfum N1 en þau lækkuðu um 1,20% í 96 milljón króna viðskiptum.  Bréf félagsins stóðu því í 124,00 krónum við lok dags. Þá lækkuðu bréf Skeljungs næst mest eða um 1,07% og stóðu í 6,96 krónum við lokun markaða. Heildarviðskipti með bréf Skeljungs námu rétt rúmlega 109 milljónum.