*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 11. mars 2019 16:39

Icelandair endaði á 10% lækkun

Úrvalsvísitalan lækkaði sem og gengi bréfa Marel í kauphölinni í dag, en mun minna en flugfélagsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 1,20% í dag, og fór hún niður í 1.804,93 stig í 1,5 milljarða viðskiptum.

Mest lækkun var á gengi bréfa Icelandair, eða um 9,66%, niður í 7,48 krónur hvert bréf, í 306 milljóna viðskiptum. Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í dag lækkaði verð fjölmargra flugfélaga út um allan heim í dag í kjölfar flugslys í Eþíópíu, sem og flugvélaframleiðandans Boeing.

Næst mest lækkun ar á gengi bréfa Origo, sem lækkaði um 1,65%, niður í 20,90 krónur, en í hverfandi viðskiptum þó, eða fyrir 12 milljónir króna. Þriðja mesta lækkunin var á gengi bréfa Eikar fasteignafélags, sem lækkuðu um 1,04% í enn minni viðskiptum, eða fyrir 5 milljónir og fóru bréfin í 8,53%.

Festi lækkaði síðan fjórða mest, og einu öðru viðskiptin sem voru teljandi eða fyrir um 126 milljónir króna. Nam lækkunin 0,93%, niður í 106,00 krónur.

Mestu viðskiptin voru svo með bréf Marel, sem lækkuðu um 0,92% í 441 milljóna króna viðskiptum, og eru bréfin nú komin nokkuð undir 500 króna markið sem þau fór í fyrir helgi, eða niður í 483,50 krónur. Mest hækkun var síðan á gengi bréfa Arion banka, eða um 1,37%, upp í 74,00 krónur, í 95 milljón króna viðskiptum.

Næst mest hækkun var síðan á gengi bréfa Eimskipafélagsins, eða 1,34% í þó einungis 600 þúsund króna viðskiptum og fæst hvert bréf félagisns á 188,50 krónur nú. Þriðja mesta hækkunin var á gengi bréfa Vís, eða um 1,26% í 19 milljóna króna viðskiptum. Fór gengið upp í 12,07 krónur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim