*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 15. febrúar 2018 11:52

Icelandair enn vanmetið á markaði

Tekjur Icelandair Group á síðasta ári voru umfram væntingar, en kostnaðarhlutfall var óhagstætt.

Ritstjórn
Tekjur Icelandair voru umfram væntingar á síðasta ári að sögn greiningaraðila.
Haraldur Guðjónsson

Greiningaraðili hjá Capacent segir Icelandair Group enn vanmetið á hlutabréfamarkaði eftir birtingu uppgjörs fjórða ársfjórðungs fyrir síðasta ár. Félagið skilaði meira en helmingi minni hagnaði á síðasta ári en árið á undan. 

„Tekjur Icelandair voru umfram væntingar. Á móti kemur var kostnaðarhlutfall óhagstæðara,“ segir Snorri Jakobsson, fjármála- og hagfræðiráðgjafi hjá Capacent.

„Að hluta útskýrist væntanlega meiri kostnaður af því að olíuverð hækkaði samfellt frá síðasta sumri og fram að áramótum. Uppgjörið er í línu við tölur um komu ferðamanna til landsins og ferðir Íslendinga til útlanda sem flýja ótíð, hátt verðlag og heimsins hæsta áfengisverð. Á móti er samkeppni mikil og erfitt að halda aftur af kostnaðaraukningu í núverandi efnahagsástandi.“

Gengi bréfa Icelandair Group hækkaði um 1,6% fyrir birtingu uppgjörsins á föstudaginn, en hefur lækkað um 1,5% frá því á mánudaginn. Capacent hefur talið Icelandair rúmlega 20% vanmetið á markaði undanfarin misseri, en Snorri telur að líklegt að nú muni eitthvað draga úr því. „Icelandair verður þó enn umtalsvert vanmetið á markaði.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim