Heildarviðskipti á aðalmarkaði Kauphallarinnar námu 1,8 milljörðum króna í dag, og úrvalsvísitalan hækkaði um 0,24%. Mikill meirihluti félaga lækkaði í viðskiptum dagsins, en gengi flestra hreyfðist lítið.

Icelandair leiddi lækkanir dagsins með 4,08% lækkun í 142 milljóna króna viðskiptum. Næst kom Origo með 2,92% lækkun í 32 milljóna viðskiptum, og þriðja sætið vermdu bréf Festar með 1,78% lækkun í 122 milljóna króna viðskiptum.

Marel hækkaði um 1,63% í 800 milljón króna viðskiptum, og var annað tveggja félaga til að hækka, en hitt var TM með 0,54% hækkun í 43 milljón króna viðskiptum.

Marel var einnig langsamlega veltuhæst, en næst komu bréf Haga með 267 milljón króna viðskiptu sem skiluðu sér í 1,17% lækkun, þeirri fjórðu mestu. Bréf Icelandair voru þau þriðju veltumestu.