Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur hækkað um hækkað talsvert eða um 5,95% þegar þetta er ritað í dágóðum viðskiptum. Velta með bréf félagsins nemur 869 milljónum það sem af er morgni.

Í gær var einnig talsverð velta með bréf félagsins en þá hækkaði gengi bréfa þess um 3,09% í 263,5 milljón króna viðskiptum. Möguleg útskýring á þessu gæti meðal annars verið lægra olíuverð að sögn heimildarmanna Viðskiptablaðsins á markaði.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,81% það sem af er morgni og stendur nú í 1.903,25 stigum. Vísitalan hefur því hækkað um nálæega 11 prósentustig á þessu ári, sem verður að teljast rífleg hækkun.