*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Innlent 17. nóvember 2018 14:02

Icelandair hækkað um 52%

Markaðsvirði Icelandair hefur hækkað um tuttugu milljarða króna síðan greint var frá kaupunum á Wow air.

Ritstjórn
Gengi hlutabréfa í Icelandair tók stökk upp á við þegar greint var frá kaupunum á Wow air.
Haraldur Guðjónsson

Frá því að tilkynnt var um kaup Icelandair á WOW air, þann 5. nóvember hefur gengi hlutabréfa í Icelandair hækkað um 52%. Markaðsvirði félagsins er nú um 57,8 milljarðar króna samanborið við 38 milljarða króna fyrir tilkynninguna. Miðað við núverandi gengi í Icelandair mun Skúli Mogensen fá 1 til 4 milljarða króna hlut í Icelandair fyrir WOW air, en Skúli hafði stefnt á að fá tugi milljarða króna fyrir flugfélagið. Icelandair hefur boðað til hluthafafundar 30. nóvember þar sem bera á kaupin undir hluthafa en auk þess er lagt til að hlutafé Icelandair verði aukið. Auk samþykkist hluthafa Icelandair eru kaupin háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Stikkorð: Icelandair Wow