Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,61% í viðskiptum dagsins og endaði hún í 1.720,71 stigi. Heildarviðskipti á hlutabréfamarkaði námu 2,8 milljörðum króna.

Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði hins vegar um 0,16% í 8 milljarða króna viðskiptum, og endaði hún í 1.228,63 stigum.

Icelandair, Marel og Reginn hækka

Mest hækkun var á gengi bréfa Icelandair, sem hækkuðu um 1,23% en jafnframt voru mest viðskipti með bréf fyrirtækisins, eða 561 milljónir króna. Fæst nú hvert bréf félagsins á 24,70 krónur.

Næstmesta hækkunin var á bréfum Marel og Reginn, en gengi bréfa fyrirtækjanna hækkuðu um 1,02% hvort um sig. Bréfin í Marel fást nú á 247,50 krónur en viðskiptin með þau hljóðuðu upp á 247 milljónir króna. Bréfin í Reginn fást nú á 24,75 krónur og voru viðskiptin með þau að andvirði 161 milljón króna.

HB Grandi, Reitir og Fjarskipti lækka

Mest lækkaði gengi bréfa HB Granda, eða um 1,39% en í litlum viðskiptum, eða sem námu 35 milljónum króna. Fæst hvert bréf félagsins nú á 24,90 krónur.

Einnig lækkuðu bréf Reita fasteignafélags, eða um 1,09%, í 214 milljón króna viðskiptum. Fæst hvert bréf félagsins nú á 91,10 krónur. Fjarskipti hf. lækkuðu einnig, eða um 1,32% í 63 milljón króna viðskiptum. Fæst hvert bréf félagsins nú á 48,55 krónur.