*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Innlent 29. ágúst 2018 16:05

Icelandair hækkaði um 1,43%

Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkaði um 1,43% í 141 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkaði um 1,43% í 141 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Marel hækkaði einnig um 0,14% í 101 milljón króna viðskiptum í dag. Aðeins fjögur félög hækkuðu í viðskiptum dagsins. 

Rauður dagur var í Kauphöllinni í dag en alls lækkuðu 11 félgög í viðskiptum dagsins. Mest lækkaði verð á hlutabréfum í Skeljungi eða um 3,37% í 117 milljóna króna viðskiptum í viðskiptum dagsins. 

Heildarveltan í Kauphöllinni í dag nam 918 milljónum króna. Þá lækkaði Íslanska úrvalsvísitalan um 0,26%.