*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 5. desember 2018 16:04

Icelandair hækkaði um 4%

Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu um 4,09% í 117 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu um 4,09% í 117 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þá hækkuðu Heimavellir um 0,9% í 84 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkun var hjá Símanum en bréfin lækkuðu um 2,13% í 132 milljóna króna viðskiptum. Eik lækkaði um 1,71% í 73 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,67% en heildarveltan á hlutabréfamarkaði í dag nam 1,7 milljörðum króna.