*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 13. nóvember 2018 17:00

Icelandair hækkaði um 4,35%

Verð á hlutabréfum í flugfélagi Icelandair hækkaði um 4,35% í 400 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í flugfélagi Icelandair hækkaði um 4,35% í 400 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Næst mest hækkun var hjá Eimskipum en félagið hækkaði um 2,28% í 98 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkun var hjá Reitum en félagið lækkaði um 2,33% í 124 milljóna króna viðskiptum æi Kauphöllinni í dag. HB Grandi lækkaði næst mest í viðskiptum dagsins en félagið lækkaði um 2,0% í 98 milljóna króna viðskiptum. 

Hlutabréfavísitala Kauphallarinnar OMXI8 lækkaði um 0,39% í dag. Heildarvelta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag nam 2,4 milljörðum króna.