*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 21. mars 2019 17:07

Icelandair hækkar og krónan lækkar

Hlutabréfaverð í Icelandair Group hækkaði um 7,77% í dag en krónan veiktist um tæpt prósent.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð í Icelandair Group hækkaði um 7,77% í dag í 544 milljón króna viðskiptum. Með því hefur hlutabréfaverð í Icelandair hækkað um 19% í þessari viku. Líklegt má telja að þar skipti óvissa tengd framtíð Wow air máli. Engu síður er verð á hlut í Icelandair 16,7% lægra en það var um síðustu áramót.

Þá hækkuðu fasteignafélögin einnig í dag. Reginn um 3,43% í dag, Reitir um 3,1% og Eik um 2,6%. Hlutabréf í Marel heldur áfram að hækka, og stendur gengi bréfa félagsins nú í 529 krónum á hlut en félagið rauf 400 króna múrinn fyrst í desember á þessu ári og hefur það hækkað um 43% frá áramótum.

Krónan veiktist um tæpt prósent gagnvart dollara og evru í dag en styrktist um 0,54% gagnvart breska pundinu. Síðastliðinn mánuð hefur krónan þó styrkst um 2% gagnvart dollar og evru.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim