*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Innlent 10. júlí 2018 16:02

Icelandair hækkar um 2,40%

Verð á hlutabréfum í flugfélaginu Icelandair hækkaði um 2,40% í 471 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í flugfélaginu Icelandair hækkaði um 2,40% í 471 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Í gær lækkaði hlutabréfaverð í félaginu umtalsvert eða um 24,65% við lok markaða í gær.  Lækkunin kom í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði afkomuspá sína um 30%.

Næst mest hækkun var á verði á hlutabréfum í fasteignafélaginu Reitum en það hækkaði um 1,27% í 11 milljóna króna viðskiptum. 

Mest lækkaði Skeljungur eða um 0,96% og næstmest hækkun var hjá Heimavöllum eða um 0,85% í 43 milljóna króna viðskiptum. 

Þá hækkaði íslenska úrvalsvísitalan um 0,60%.