*

fimmtudagur, 21. febrúar 2019
Innlent 16. janúar 2019 15:49

Icelandair hækkar um 3%

Verð á hlutabréfum í flugfélaginu Icelandair hækkaði um 2,99% í 119 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í flugfélaginu Icelandair hækkaði um 2,99% í 119 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Næstmest hækkun var hjá Högum en félagið hækkaði um 1,01% í 23 milljóna króna viðskiptum í dag.

Mest lækkaði Eik fasteignafélag um 0,85% 79 milljóna króna viðskiptum í dag. Næst mest lækkun var hjá Arion en verð á þeim bréfum lækkaði um 0,83% í 25 milljóna króna viðskiptum. 

Heildarvelta á Aðalmarkaði hlutabréfaviðskipta í Kauphöllinni í dag nam 1,1 milljarði en íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,66%. 

Stikkorð: Kauphöll Íslands